nostr:nprofile1qqsfeeclz5rvea9enu354aym6cszh6yr4q8etg24cm56rsm06lncp3cprpmhxue69uhhqun9d45h2mfwwpexjmtpdshxuet5qythwumn8ghj7enfd36x2u3wdehhxarj9emkjmn9qyg8wumn8ghj7mn0wd68ytnhd9hx2cj6ry6

Signingin / Sign of the Cross / Signum Crucis

+ Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda.

Amen.

Postuleg Trúarjátning / The Apostles' Creed / Credo

Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Og á Jesúm Krist, hans einkason,

Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda,

fæddur af Maríu mey;

leið undir valdi Pontíusar Pílatusar,

var krossfestur, dáinn og grafinn,

sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,

sté upp til himna,

situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs

og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á Heilagan Anda,

heilaga Kaþólska kirkju,

samfélag heilagra,

fyrirgefningu syndanna,

upprisu holdsins

og eilíft líf.

Amen.

Faðir vor / Our Father / Pater Noster

Faðir vor, þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn;

komi þitt ríki;

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð;

og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum;

og eigi leið þú oss í freistni,

heldur frelsa oss frá illu. Amen.

Maríubæn / Heil sért þú María / Hail Mary / Ave Maria

Heil sért þú María,

full náðar.

Drottinn er með þér;

blessuð ert þú meðal kvenna;

og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.

Heilaga María, Guðsmóðir,

bið þú fyrir oss syndugum mönnum,

nú og á dauðastundu vorri.

Amen.

Reply to this note

Please Login to reply.

Discussion

No replies yet.