Þetta er frábær pæling, ég hef aðeins verið að prófa að henda þessu út í mínu nær umhverfi og þetta er ekki að fá sömu undirtektir og ég bjóst við.

Svo eru góð rök frá maka um að það er svo mikil 3ja vakt þarna inni í formi upplýsinga frá skóla og íþróttastarfi ásamt afmæla og viðburða.

Það er svona helsta ástæðan fyrir að ég hef haldið þessu inni þó svo að ég sé ekki með öppin í símanum.

Reply to this note

Please Login to reply.

Discussion

Þetta er góður punktur.

Fyrir suma er það vissulega ekki í boði að loka öllu undir eins, en geta þess í stað kannski minnkað notkuninna eins og í þínu tilviki.

En hvað ef þú verður bannaður á FB af einhverjum furðulegum ástæðum?

Er það þá samþykkt í samfélaginu að þú getur ekki lengur haft upplýsingar um hvað er í döfinni í skóla og íþróttalífi krakkanna með góðu móti?

Hvað varð um e-mail (open protocol)?