Hverskonar samfélagsmiðla notar þú?

Óskar þú þér að geta sagt skilið við alla þessa miðstýrðu samfélagsmiðla eins og Twitter/X, Facebook, Instagram, TikTok, SnapChat, Telegram ect. og veita engöngu ómiðstýrðum samfélagsmiðlunum þína athygli, eins og Nostr, SimpleX, Fedi ect.?

Besta leiðin til að henda út öllum þessum miðstýrðu miðlunum, er að setja sér ákveðna dagsetningu.

Þennan tiltekna dag verður lokað á allt heila klappið. Ekki loka einum miðstýrðum miðli, en hafa opið fyrir annan.

20.Nóvember er Nostr dagur, og er því tilvalin í slíkt verkefni!

#NostrNovember

Þú gætir þá látið þína vini og aðra fylgjendur vita af brottför þinni þennan tiltekna dag, og þannig gefið þeim frest til að koma yfir og fylgja þér á ómiðstýrðum vettvangi, hafi þau áhuga á því yfir höfuð.

Það er þá líka smá svigrúm til að útskýra fyrir þínum nánustu vinum og vandamönnum hvers vegna þú kýst að hverfa af þessum samfélagsmiðli sem þú ert á, og hvar er þá hægt að hafa samband við þig, og hvernig það virkar.

En ef ekki og þeim eru drullu sama, þarf eitthvað að útskýra það nánar?

Þau kjósa frekar að “doom scrolla” í stað þess að “bloom scrolla” og vilja halda þér inn í þessari myrkri holu, án þess einu sinni að gefa öðrum valmöguleikum séns. nostr:note137qmukyk3676ns3058fap0w62jjzfuuydt9wktz7kqwhqqdumujsx2j2eh

Reply to this note

Please Login to reply.

Discussion

Þetta er frábær pæling, ég hef aðeins verið að prófa að henda þessu út í mínu nær umhverfi og þetta er ekki að fá sömu undirtektir og ég bjóst við.

Svo eru góð rök frá maka um að það er svo mikil 3ja vakt þarna inni í formi upplýsinga frá skóla og íþróttastarfi ásamt afmæla og viðburða.

Það er svona helsta ástæðan fyrir að ég hef haldið þessu inni þó svo að ég sé ekki með öppin í símanum.

Þetta er góður punktur.

Fyrir suma er það vissulega ekki í boði að loka öllu undir eins, en geta þess í stað kannski minnkað notkuninna eins og í þínu tilviki.

En hvað ef þú verður bannaður á FB af einhverjum furðulegum ástæðum?

Er það þá samþykkt í samfélaginu að þú getur ekki lengur haft upplýsingar um hvað er í döfinni í skóla og íþróttalífi krakkanna með góðu móti?

Hvað varð um e-mail (open protocol)?